Óðinn yfirgefur Glerártorg og heldur á sjó

Óðinn yfirgefur Glerártorg og heldur á sjó

Óðinn Svan Geirsson, bakari, er hættur að baka fyrir kaffihúsið og bakaríið Óðinn bakari á Glerártorgi. Óðinn er á leið út á sjó þar sem hann mun elda og baka fyrir sjómenn á Fragtskipum hjá Eimskip. Bakaríið Óðinn bakari opnaði á Glerártorgi í nóvember.

Óðinn sem hefur verið að glíma við veikindi undanfarin ár segir að hann hafi fundið fyrir því að heilsan hafi ekki verið orðin nógu góð og hann hafi því ákveðið að leyfa henni að njóta vafans.

„Ég er gríðarlega þakklátur fyrir góðar viðtökur við vörunum mínum sem ég hef fengið mikið hrós fyrir. Ég mun vonandi geta bakað þær áfram fyrir börnin og barnabörnin. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Óðinn í spjalli við Kaffið.is.

Kaffihúsið Óðinn bakari verður áfram á Glerártorgi en nafnið mun þó breytast og fyrirkomulaginu á staðnum verður lítillega breytt. Óðinn segist spenntur fyrir því að fara aftur á sjó.

„Þar get ég eldað og bakað fyrir sjómennina, svo baksturinn heldur áfram en bara í aðeins minni skömmtum.“

UMMÆLI

Sambíó