NTC netdagar

Ódýrara fyrir öryrkja á Dalvík að keyra til Akureyrar á skíði

Það hefur aldrei verið dýrara að fara á skíði en nú kostar einn dagur í Hlíðarfjalli 4900 krónur fyrir fullorðinn einstakling. Öryrkjar fá hins vegar frítt í Hlíðarfjall og á skíðasvæðið á Siglufirði gegn framvísun skírteinis. Þessi sami hópur fær hins vegar ekki afslátt á skíðasvæðinu á Dalvík en þar kostar dagurinn 3000 krónur fyrir fullorðinn einstakling.

Kaffið fékk ábendingu um þetta frá öryrkja sem býr á Dalvík og segir það ódýrara fyrir hana að ferðast hvort sem er til Siglufjarðar eða Akureyrar til þess að fara á skíði.

,,Alltaf er jú ódýrara að kaupa sér vetrarkort en þegar heilsan er léleg borgar það sig oft ekki fyrir nokkra daga í fjallinu og 3000 kr fyrir daginn er talsvert ef heilsan leyfir manni bara að renna nokkrar ferðir,“ segir ósáttur íbúi á Dalvík.

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði – mynd: Siglo.is

 

 

 

UMMÆLI

Sambíó