Ódýrara skiptinám til Bandaríkjanna

Ódýrara skiptinám til Bandaríkjanna

Nýlega gekk Háskólinn á Akureyri frá samstarfssamningum við þrjá háskóla í Bandaríkjunum um nemenda- og starfsmannaskipti. Háskólarnir sem um ræðir eru University of New England, Wellesley College og University of Kansas.

Núna er hægt að fara í skiptinám til 9 háskóla í Bandaríkjunum frá HA. Nú standar yfir viðræður um endurnýjun á samningi við University of Central Florida.

Með nýjum samstarfssamningum falla há skólagjöld samstarfsskólanna niður og aðeins þarf að greiða innritunargjald við HA. Auk þess býður Wellesley College upp á styrk vegna ferða- og uppihaldskostnaðar með möguleika á að taka eitt gestanámskeið við MIT.

Háskólinn á Akureyri er einnig í samstarfi við háskóla í Evrópu innan Erasmus áætlunarinnar, Nordplus áætlunarinnar og North2North áætlunarinnar (háskólar á norðurslóðum).

 

UMMÆLI

Sambíó