beint flug til Færeyja

Of mikill snjór á Akureyri fyrir strætó

Of mikill snjór á Akureyri fyrir strætó

Töluvert hefur snjóað á Akureyri í morgun og þurftu strætisvagnar bæjarins að gera hlé á ferðum sínum í morgun vegna snjókomu. Leið 6 er farinn aftur af stað en aðrar leiðir munu fara af stað á ný þegar búið verður að moka.

„Við látum vita um leið og vagnarnir fara af stað,“ segir í tilkynningu frá Strætisvögnum Akureyrar sem birtist á Facebook um klukkan níu í morgun.

Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna óveðurs á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurpá á www.vedur.is og www.vegagerdin.is fyrir færð á vegum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó