Ofurhugarnir sem fóru niður Goðafoss á Kajak senda frá sér myndband

Mynd: Michael Neumann

Fyrr í vetur náðist myndband af því þegar þrír erlendir ferðamenn skelltu sér niður Goðafoss á Kajak. Tveir mannanna fóru niður austurkvíslina en sá þriðji fór niður vesturkvíslina, þar sem Goðafoss er hæstur. Þannig varð hann fyrsti maðurinn, svo vitað sé til, til að fara niður Goðafoss á kajak að vestanverðu að vetrarlagi.

Þýska veftímaritið Stern hefur nú fjallað um ævintýri mannanna þriggja sem heita Jobst Hahn, Matze Brustmann og Adrian. Á vefsíðunni segir:

„Jaðarsport við háskalegar aðstæður. Jobst Hahn, Matze Brustmann og Adrian Matterneru eru óttalausir á Kajökum. Þeir ferðuðust sérstaklega til Íslands til að upplifa háskalegt ævintýri. Stærsta eldfjallaeyja í heimi hefur fyrir utan stórfenglegt landslag, enn eitt aðdráttarafl. Fossar.“

Þar birtist einnig myndband af athæfinu sem má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI