Óhugnanlegt vopn á leikvelli á Akureyri

Vegfaranda á Akureyri brá heldur betur í brún í dag þegar hann var á göngu um leikvöll í veðurblíðunni sem lék við Akureyringa í dag.

Umræddur leikvöllur er staddur á Eyrinni en þar blasti við afar óhugnanlegt vopn sem er klárlega ekki ætlað börnum en mynd af því má sjá hér að neðan. Ætla má að um heimatilbúið vopn sé að ræða og nokkuð ljóst að það hefur verið búið til af fullorðnu fólki.

Haft var samband við lögreglu sem sótti vopnið hið snarasta.

Þetta óhugnanlega vopn fannst á leikvelli á Eyrinni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó