Ólafur Aron framlengir við KA

 

Mynd af ka.is

Miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson hefur skrifað undir nýjan samning við KA sem gildir út sumarið 2019. Ólafur hefur vakið athygli í Pepsi deildinni með KA í sumar, hann hefur komið við sögu í 8 leikjum af 11 og staðið sig með prýði. Ólafur lék einnig eina bikarleik KA í sumar.

Ólafur er fæddur árið 1995 og er uppalinn KA maður. Hann hefur leikið alls 35 leiki fyrir félagið og skorað þrjú mörk.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó