Gæludýr.is

Ólafur Þór Íslandsmeistari

Ólafur Þór Hjaltalín
Mynd: www.thorsport.is

 

Tveir keppendur frá keiludeild Þórs tóku þátt á Íslandsmeistaramóti unglinga í keilu. Mótið fór fram í Egilshöll í Reykjavík dagana 4-5. mars. Ólafur Þór Hjaltalín og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir tóku þátt fyrir hönd Þórs.

Þau keppa bæði í 1. flokki unglinga. Ólafur leiddi sinn flokk allan tímann báða dagana og endaði uppi sem Íslandsmeistari. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Ólafs. Hann varð svo í 2. sæti í opnum flokki eftir að hafa spilað spennandi úrslitaviðureign við Arnar Daða Sigurðsson frá Keilufélagi Akranes.

Guðbjörg fékk silfurverðlaun eftir að hafa lent í 2. sæti í 1. flokki stúlkna en Íslandsmeistari í þeim flokki varð Helga Ósk Freysdóttir frá Keilufélagi Reykjavíkur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó