Öldrunarheimili Akureyrar loka á heimsóknir

Öldrunarheimili Akureyrar loka á heimsóknir

Stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar hafa ákveðið að loka dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta þar til annað hefur verið tilkynnt. Hjúkrunarheimili víðsvegar um landið hafa gripið til sömu aðgerða vegna kórónuveirunnar. Þetta er gert í samráði við sóttvarnalækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

Í þessu felst: 
-Engar heimsóknir
-Engar ferðir íbúa út í bæ
-Íbúar mega vera á ferðinni innan ÖA / Lögmannshlíðar, en mælst er til að halda sig sem mest á sínu heimili.
-Starfsfólk borðar mat á sínum heimilum
-Langar neglur, skart og naglalakk er bannað hjá starfsfólki
-Börn starfsmanna eru gestir og gildir því heimsóknarbann um þau

Í frétt Akureyrarbæjar um málið segir að dagþjálfun verði áfram með óbreyttu sniði en staðan verði endurmetin á morgun, 9. mars. Almennt iðju- og félagsstarf (bingó, spil og þess háttar) fellur niður. Iðjuþjálfun á heimilum verður hins vegar óbreytt sem og stoðþjónusta eins og sjúkraþjálfun, hárgreiðsla, fótsnyrting og fleira. 

UMMÆLI

Sambíó