Vinna og vélar

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ráða Ólöfu Ásu Benediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla og mun hún taka formlega við stöðunni þann 1. ágúst 2024. Þetta kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar í dag.

Ólöf Ása hefur starfað við Hrafnagilsskóla frá því árið 2005, lengst af sem umsjónarkennari en veturinn 2016-2017 leysti hún af sem aðstoðarskólastjóri. Ólöf Ása lauk grunnskólakennaraprófi B.ed. af raungreinasviði árið 2005 frá Háskóla Akureyrar og klárar í vor meistarapróf í menntavísindum með áherslu á stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi frá sama skóla. Auk þessa hefur Ólöf Ása starfað sem stundakennari við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa fyrir Menntamálastofnun við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla. Sveitarstjórn staðfesti ráðninguna á fundi sínum þann 2. maí að fenginni umsögn skólanefndar.

Í bókun sveitarstjórnar koma jafnframt fram þakkir til Hrundar Hlöðversdóttur fyrir þá góðu vinnu sem hún hefur lagt af mörkum fyrir skólasamfélag Eyjafjarðarsveitar undanfarin ár. Óskar sveitarstjórn henni alls hins besta.

UMMÆLI

Sambíó