Gæludýr.is

Opið er fyrir umsóknir í gestavinnustofu Gilfélagsins

Opið er fyrir umsóknir í gestavinnustofu Gilfélagsins

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvalir á tímabilinu janúar til desember 2023. Hvert tímabil hefst fyrsta hvers mánaðar.

Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf. Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst.

UMMÆLI

Sambíó