Opið ljóðakvöld í Deiglunni

Sóknarskáld í samstarfi við Gilfélagið bjóða í LJÓÐABOÐ í Deiglunni á Akureyri, sunnudagskvöldið 15. apríl klukkan 20:00. Opið ljóðakvöld þar sem allir eru velkomnir að flytja og lesa ljóðin sín. Skúffuskáld, stórskáld, níðvísur og ástarljóð öll velkomin.

Sóknarskáld er félagsskapur tveggja ungra skálda í Eyjafjarðarsókn sem vilja blása lífi í ljóðið og bjóða lýðnum birginn. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir fólk til að flytja og bera út eigin skáldskap. Það er mikilvægt að plægja akurinn fyrir fleiri og meiri ljóð í þessum bæ Davíðs Stefánssonar. Hafið augun opin fyrir fleiri viðburðum með hækkandi sól því þetta eru bara fyrstu fersku vindarnir norðan heiða.

Sóknarskáld eru þau Karólína Rós og Sölvi Halldórsson, fædd og uppalin á Akureyri, 20 og 19 ára. Menntaskólagengin og ferðavön.

Frétt af listak.is

Sambíó

UMMÆLI