Opinn fundur í Hofi um átakið Saman gegn sóun

Opinn fundur í Hofi um átakið Saman gegn sóun

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir – Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.

Þriðjudaginn 9. apríl frá kl. 9 til 11.30 verður Umhverfisstofnun með opinn fund í Hofi Akureyri þar sem þátttakendur fá fræðslu um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og færi á að koma með tillögur að aðgerðum.

Þátttaka er án endurgjalds og boðið verður upp á léttar veitingar, einnig verður streymt frá fundinum.

Hér er viðburðurinn á Facebook

Skráning er nauðsynleg – sjá hér

HVAÐ ERU ÚRGANGSFORVARNIR?

 • Hvernig komum við í veg fyrir að verðmæti verði að rusli?
 • Hvernig nýtum við hluti, efni og auðlindir betur og lengur?
 • Hvernig getur fjármagn og regluverk hjálpað fyrirtækjum í átt að minni sóun?
 • Hvaða ávinning hefur þetta allt saman í för með sér fyrir fyrirtæki og fólk?

Þetta er kjarninn í stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir – Saman gegn sóun.

FYRIR HVER?

 • Öll!
 • Starfsfólk fyrirtækja
 • Starfsfólk sveitarfélaga og stofnana
 • Nemendur
 • Almenning

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ MÆTA?

 • Tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnu stjórnvalda og koma sjónarmiðum þínum eða þíns vinnustaðar á framfæri
 • Fræðsla um hringrásarhagkerfið
 • Innblástur frá fyrirtækjum á svæðinu
 • Tækifæri til að spyrja sérfræðinga spurninga
 • Tækifæri til að ræða við fólk og fyrirtæki af svæðinu um þessi mál

DAGSKRÁ

 • Starfsfólk Saman gegn sóun hjá Umhverfisstofnun segir frá verkefninu: Hver er staðan á Íslandi? Hvaða tækifæri eru til að gera enn betur?
 • Tækifærin í deilihagkerfinu – Hrönn Björgvinsdóttir frá Amtsbókasafninu á Akureyri
 • Að halda samkeppnisforskoti á alþjóðamörkuðum í 40 ár á forsendum umhverfisins – Arnar Snorrason frá Sæplast
 • Samtal um aðgerðir

Nánari dagskrá verður auglýst á næstu dögum.

UMMÆLI