Prenthaus

Opinn fundur með forsetahjónunum í Lystigarðinum á Akureyri

Opinn fundur með forsetahjónunum í Lystigarðinum á Akureyri

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid bjóða til opins fundar í Lystigarðinum á Akureyri næstkomandi sunnudag, 14. júní klukkan 14:00. 

Forsetahjónin munu þar ræða við gesti um árin á Bessastöðum, framtíðarsýn sína og sóknarfæri Íslendinga.

Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði og ungt fólk mun verða með innlegg um upplifun sína af því að kjósa í fyrsta skipti og hvaða þýðingu kosingarétturinn hefur. 

Allir eru velkomnir en fólk er beðið að hafa smitvarnir í huga og taka tillit til þeirra sem vilja hafa tveggja metra bil milli sín og annarra.

UMMÆLI