Opinn fundur um stefnumótun íþróttamála á Akureyri

Fundurinn verður í Hofi – Mynd: mak.is

Frístundaráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Íþróttabandalag Akureyrar bjóða íbúum Akureyrar til stefnumótunarfundar, í dag, þriðjudag, frá kl. 17.00-19.00 í Hömrum í Hofi.

Markmið fundarins er að laða fram skoðanir íbúa á þeim þáttum sem skipta mestu máli í íþróttamálum á Akureyri á komandi árum og er fundurinn liður í að móta framtíðarstefnu í málaflokknum.

Innlegg bæjarbúa skiptir verulegu máli og því er mikilvægt að fá góða þátttöku frá íbúum bæjarins en stefnan mun endurspegla framtíðarsýn og helstu áherslur í starfsemi íþróttamála og mannvirkja bæjarins. Íþróttastefna Akureyrar verði þannig leiðarljós sveitafélagsins í íþóttamálum á komandi árum.

Sambíó

UMMÆLI