Prenthaus

Opna óhefðbundið hostel í Amaro-húsinu

Opna óhefðbundið hostel í Amaro-húsinu

Sandra Harðardóttir og eiginmaður hennar sem rekið hafa kaffihúsið Café Dix í Kópavogi ætla í sumar að opna hostel á Akureyri. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Hostelið, sem heitir Hafnarstræti Hostel verður staðsett í hinu sögufræga Amaro-húsi og stefnt er að opnun 1. júlí. Hafnarstræti Hostel verður ekkert venjulegt hostel því gestir sem þar gista munu sofa í svokölluðum lokrekkjum en það eru aðgangsstýrðir klefar.

Í klefunum er pláss fyr­ir eina mann­eskju og þar er að finna sjón­varp og inn­stung­ur fyr­ir raf­magns­tæki gesta. Alls verður pláss fyrir 96 manneskjur á hostelinu sem verður á annarri hæð í Amaro-húsinu.

UMMÆLI

Sambíó