Gæludýr.is

Opna Partýland á Akureyri

Opna Partýland á Akureyri

Þau Halldór Kristinn Harðarson, María Kristín, Davíð Rúnar Gunnarsson og Dídí Jónasdóttir munu opna búð sem selur allt fyrir veisluna fyrir Akureyringa á næstu vikum. Verslunin verður til að byrja með á netinu en stefnt er á að opna verslun á Akureyri sem fyrst.

„Loksins eftir ágætis tíma í pælingum og vinnu þá ætlum við að láta verða að því. Núna fyrir áramót erum við að opna Partýland. Partýland er verslun með öllu sem þarf fyrir veisluna þína allt frá blöðrum og skrauti yfir í hoppukastala og hljóðkerfi. Þegar þú mætir í Partýland þá átt þú að geta sett upp veisluna þína í einni heimsókn, við munum bjóða upp á allskonar skraut fyrir: ferminguna, afmælið, brúðkaupið, halloween partýið, kynjaveisluna og svo framvegis. Einnig munum við geta boðið upp á veislusali, dekkað og skreytt salinn fyrir viðkomandi og græjað plötusnúða, trúbadora og tónlistarfólk ef fólk vill. Þannig í raun allt sem þú þarft fyrir veisluna þína, við græjum það á einum stað,“ segir Halldór Kristinn Harðarson.

UMMÆLI

Sambíó