Opna sportbar í Gilinu

Opna sportbar í Gilinu

Nýir eigendur hafa tekið við Ölstofunni og Grillstofunni í Gilinu sem opnaði að nýju fyrir helgi. Grillstofunni hefur verið breytt í sportbar þar sem allir helstu fótbolta- og íþróttaleikir eru sýndir.

Búið er að opna staðina töluvert meira og sameina þá en þess að auki er nú boðið upp á pool, pílu, Playstation 4 og kareoke-herbergi sem hægt er að leigja út fyrir smærri og stærri hópa.

Á Grillstofunni verður áfram boðið upp á mat en hægt er að panta mat á Ölstofunni líka. Opið verður alla virka daga til klukkan 01:00 og til klukkan 03:00 um helgar.

„Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur síðan við opnuðum á fimmtudaginn,“ segir Hanna Sveinsdóttir, einn af nýjum eigendum í samtali við Kaffid.is, en ásamt henni eru tveir aðrir eigendur sem koma að rekstrinum. Hanna kemur til með að sjá um rekstur staðarins en áður sá hún um rekstur Pósthúsbarsins, sem lokaði um síðustu mánaðarmót.

UMMÆLI