Opnað fyrir umsóknir í sumarnám við Háskólann á Akureyri

Opnað fyrir umsóknir í sumarnám við Háskólann á Akureyri

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sumarnám við Háskólann á Akrueyri. Að beiðni stjórnvalda og eftir fund með starfsfólki háskólans lagði Háskólinn á Akureyri fram tillögur að mögulegu sumarnámi sem væri ætlað til að styðja við nemendur og aðra þá sem vilja uppfæra þekkingu sína nú í sumar. Grunntillögurnar voru samþykktar af stjórnvöldum og fékk Háskólinn á Akureyri 50 milljóna styrk til þess að reka sumarnám 2020.

Allt sumarnámið verður rekið í gegnum Símenntun Háskólans á Akureyri sem hefur nú þegar opnað fyrir skráningar og birt lista yfir þau fjölbreyttu námskeið sem í boði verða í sumar. Námskeiðin eru fjölbreytt og af ýmsum toga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tilvonandi háskólanemar geta undirbúið sig fyrir komandi háskólanám en í boði eru undirbúningsnámskeið í forritun, stærðfræði, efnafræði og fræðilegri ritun. Þá eru fjöldi námskeiða einingabær og geta stúdentar því eflt þekkingu sína og færni. Þá bjóðast auk þess fjölda námskeiða sem ætluð eru til þess að styrkja stöðu einstaklinga í atvinnulífinu. Námskeiðsgjald er kr. 3000.- en nemendur sem eru innritaðir á vormisseri 2020 við HA þurfa ekki að greiða fyrir námskeiðið. Innan einstakra námskeiða þarf að borga fyrir efniskostnað og vettvangsferðir.

Námsframboðið og allar nánari upplýsingar um einstök námskeið má nálgast á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri


UMMÆLI