Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Opnaði barnafataverslun í fæðingarorlofinu

Ída Irene

Akureyringurinn Ída Irene Oddsdóttir opnaði á dögunum barnafataverslunina Ljúfa. Ída eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og fór í kjölfarið að pæla mikið í barnafötum.

Ég fann strax að ég var hrifnust af snyrtilegum, tímalausum og kynhlutlausum fatnaði. Ég leitaði að fötum sem ég vildi klæða mitt barn í og skoðaði hvað var í boði hér heima og þá vaknaði þessi hugmynd.“

Mig langaði að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað sem var ekki nú þegar í boði hér á landi. Það hófst mikil rannsóknarvinna, þetta er lítið land og marg í boði víða.“

Mér fannst fyrst og fremst vanta barnafataverslun hér á Norðurlandinu, við verslum alveg jafn mikið og aðrir, það er bara erfiðara að nálgast vörurnar.“

Fötin sem Ljúfa selur koma frá Bretlandi og eru gerð úr merino og kasmír blöndu. Ída segir að fötin séu mjög vönduð.

Þetta er eitt mýksta efni sem ég hef fundið. Fötin eru tekin saman snyrtilega og þægindi í fyrirrúmi. Vörurnar eiga að vera klassíska og fágaðar, óháðar kyni og gæðamiklar. Þær henta einnig íslensku veðurfari einstaklega vel.“

Í augnablikinu er Ljúfa netverslun en Ída vonast til þess að opna verslun á Akureyri í framtíðinni.

„Þegar ég bjó fyrir sunnan var ótrúlega auðvelt að koma við í búðum og skoða vörur. Ég saknaði þess eftir að ég flutti aftur norður því netverslanir gefa manni ekki alveg sömu upplifun.“

Einhversstaðar verður maður þó að byrja og netið er góður staður til þess. Hver veit nema allt gangi upp og ég geti farið að bjóða viðskiptavinum mínum í heimsókn í verslun hér á Akureyri.“

Hægt er að fylgjast með versluninni Ljúfa á Facebook og Instagram.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó