Múlaberg

Opnar nýja fataverslun í fyrrum húsnæði Geysis á AkureyriMt. Hekla mun opna í Hafnarstræti 98 á Akureyri þar sem áður var rekin verslun undir merkjum Geysis

Opnar nýja fataverslun í fyrrum húsnæði Geysis á Akureyri

Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Hafnarstræti á Akureyri þar sem verslun Geysis var áður. Til stendur að hefja reksturinn á næstu vikum að því er kemur fram í frétt á Vísi.

Sjá einnig: Verslun Geysis á Akureyri lokað

Eiginmaður Rakelar er Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Hann var einnig skráður eigandi eignarhaldsfélaganna Geysir Shops ehf. og Arctic Shopping ehf. sem voru tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars.

Verslun Geysis á Akureyri hefur verið lokuð síðan í byrjun febrúar en nú mun fataverslunin Mt. Hekla opna í sama húsnæði. Rakel segir í samtali við Vísi.is að innrétting staðarins verði áfram eins.

„Þetta er allt til staðar núna, við munum ekkert rífa allt út og setja nýtt inn. Við erum bara að fara að opna þetta eins og þetta er,“ segir hún við Vísi.

Rakel segir að í Mt. Heklu verði lögð áhersla á „mjúka útivist“ og léttan útivistarfatnað. „Þetta verður aðallega Fjällräven í upphafi en síðan eitthvað meira, maðurinn minn var áður með Fjällräven verslunina og ég svona er að taka við en þetta er upphafið að nýrri verslun,“ segir Rakel á Vísi.is

Mt. Hekla mun ekki taka við gömlum inneignarnótum úr verslun Geysis en mun taka við inneignarnótum úr Fjällräven versluninni við Laugaveg í Reykjavík.

UMMÆLI

Sambíó