Múlaberg

Opnar sig um reynslu af því að alast upp með ADHD

Grófin Geðverndarmiðstöð boðar til opins húss í höfuðstöðvum sínum á morgun, fimmtudag, þar sem fólk sem glímt hefur við geðraskanir mun segja frá reynslu sinni og hvernig það náði bata.

Elísabet Ragnarsdóttir mun segja frá reynslu sinni af því að alast upp með ADHD og tala um hvernig er að vera stelpa með ADHD.

Friðrik Einarsson mun ræða kvíða, þunglyndi og fíkn og hvernig díalektísk atferlismeðferð virkar. Að því loknu verða opnar umræður.

Húsið opnar klukkan 20 og er opið öllum. Boðið verður upp á kaffi fyrir gesti.

Allir í Grófina!

Sambíó

UMMÆLI