Opnun á brettaaðstöðu frestast vegna COVID-19

Opnun á brettaaðstöðu frestast vegna COVID-19

Ekki verður hægt að opna nýja brettaaðstöðu á Akureyri á sama tíma og stóð til vegna samkomubanns og hertra takmarkanna vegna COVID-19. Eiríkur Helgason greindi frá því á Facebook-hópnum „Bragga Parkið“ þar sem hann segir að starfsleyfi aðstöðunnar sé loks að detta í hús.

„Því miður þá get ég ekki opnað parkið útaf þessu veiru veseni eins og staðan er í dag,“ skrifar hann.

Hann reiknar þó með því að fara að opna fljótlega fyrir sölu á árskortum sem hægt verður að nýta frístundarstyrk Akureyrarbæ í. Kortin munu síðan taka gildi þegar hægt verður að nýta þau.

Hann segir að ef sala á kortum gangi vel muni hann nýta tímann í að klára allt sem þarf að gera og að allt verði vonandi tilbúið þegar veiru vesenið sé úr sögunni.

„Ég vona að næsta update hér verði aðeins skemtilegra því eg get ekki beðið eftir að opna þetta place!“

UMMÆLI

Sambíó