Opnun í Hlíðarfjalli um næstu helgi – Á undan áætlun

Opnun í Hlíðarfjalli um næstu helgi – Á undan áætlun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað kl. 10 laugardagsmorguninn 8. desember. Stefnt var á opnun í fjallinu 13. desember en opnuninni hefur verið flýtt enda gífurlega mikið magn af snjó á svæðinu.

Sjá einnig: Stefnt á opnun í Hlíðarfjalli þrettánda desember

Fjarkinn verður ræstur og einnig opnað í Hólabraut og Töfrateppið skríður af stað fyrir yngsta skíðafólkið. Hægt er að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjall á forsöluverði til og með laugardeginum 8. desember á heimasíðu Hlíðarfjalls.

 

UMMÆLI

Sambíó