Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar VG á Akureyri

Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar VG á Akureyri

Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fór fram í dag í Brekkugötu 7 á Akureyri. Miðstöðin verður opin alla daga fram að kosningum, virka daga klukkan 16-18 og um helgar 13-17.

Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði en tónlistarfólk á borð við Kristján Eldjárn & Kristjana Arngrímsdóttir, Kjass, Ivan Mendez & Áki og Hermann komu fram.

Frambjóðendur af lista VG verða á staðnum alla daga, á mánudaginn verður til dæmis hægt að hitta Jódísi Skúladóttur og Jönu Salóme sem skipa 2. og 5. sæti á listanum, á þriðjudaginn verður það Ásrún Ýr sem er í 9. sæti, á miðvikudaginn verða Bjarkey og Einar Gauti á staðnum en þau skipa 1. og 10. sæti á listanum.

„Við viljum endilega hvetja sem flest til að kíkja á okkur, spyrja spurninga og leyfa okkur að heyra sínar skoðanir yfir góðum kaffibolla,“ segir í tilkynningu frá VG.


Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Finna má fleiri greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI