Orange Project opnar á Akureyri

Orange Project

Orange Project

Orange Project opnaði nú um áramótin nýja og glæsilega starfsstöð, Orange Express, við Skipagötu 9 á Akureyri. Í húsinu eru fimmtán fullbúnar skrifstofur í ýmsum stærðum, opin vinnurými og fyrsta flokks fundarherbergi.

Þessi nýja starfsstöð í hjarta Akureyrar býður upp á ýmsa möguleika. Til dæmis fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa fast aðsetur á höfuðborgarsvæðinu en þurfa einnig að sinna viðskiptum á Norðurlandi. Þá er aðstaða Orange Express ekki síður tilvalin fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem starfa í landshlutanum og vilja nýta sér þægindin og áhyggjuleysið sem fylgir því að leigja fullbúnar skrifstofur í allt frá einum degi til allt  að þriggja ára.

Þessi skrifstofulausn hentar fyrirtækjum í ferðaþjónustu sérlega vel. Orange Project og Samtök ferðaþjónustunnar eiga nú þegar í góðu samstarfi á skirfstofuleigu á öllum stöðvum Orange, á Akureyri, í Ármúla, Tryggvagötu og Skútuvogi í Reykjavík.

Öll umgjörð Skipagötunnar miðast við að viðskiptavinir Orange fái bestu mögulega þjónustu hvort sem þeir eru með samning til lengri tíma eða skammtímaleigu og nýta aðstöðuna þegar þeir eiga leið um Norðurland.

Viðskiptavinir Orange hafa aðgang að skrifstofurými sínu allan sólarhringinn alla daga ársins og velja sér vitaskuld þá stærð rýma sem hentar þeim. Innifalin í leigunni er aðgangur að fundarherbergjum og vinnustöðvum á öllum starfsstöðvum Orange.

Allar skrifstofur Orange eru tilbúnar með húsgögnum, þráðlausu interneti, símtækjum með aðgangi að öllu sem þú þarft til þess að gera vinnu þína þægilega og áhyggjulausa.

Á öllum hæðum Orange eru huggulegar kaffistofur þar sem boðið er upp á Illy-kaffi, te, kakó, kolsýrt vatn og ferska ávexti auk þess sem annars konar hressing er til sölu.


UMMÆLI