Gæludýr.is

Örleiðsögn og Tólf tóna kortérið á Listasafninu á Akureyri 

Örleiðsögn og Tólf tóna kortérið á Listasafninu á Akureyri 

Laugardaginn 9. desember verður frítt inn á Listasafnið á Akureyri og boðið upp á tvo viðburði. Klukkan 14-14.40 fer fram örleiðsögn um allar níu sýningar safnsins sem nú standa yfir. Þar munu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og fræðslufulltrúarnir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir segja frá sýningunum og spjalla um verkin. Klukkan 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá. Þar stígur tónlistarfólkið Sóley Björk Einarsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Emil Þorri Emilsson á stokk og flytja jólalega tóna á trompet, selló og slagverk. Á dagskrá verða gömul frönsk jólalög auk þess sem nýtt jólalag eftir Steinunni, Jól í hjarta, verður frumflutt.

Tólf tóna kortérið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar og Sóknaráætlun Norðurlands Eystra og unnið í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó