KIA

Örplast í drykkjarvatni á Akureyri

Örplast í drykkjarvatni á Akureyri

Rannsóknir við Háskólann á Akureyri sýna að tvær tegundir af örplasti hafi fundist í drykkjarvatni á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í dag.

Þar segir að rannsóknir á örplasti séu stundaðar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við rannsóknarstofnunina NORCE í Stafangri í Noregi. Örplast í drykkjarvatni í Eyjafirði hefur verið mælt og greint eftir tegundum. Sýni voru tekin víða í vatnsveitukerfi Akureyrar, þar á meðal hjá vatnslindum bæjarins.

Haft er eftir Ástu Margréti Ásmundsdóttur, efnafræðing við Háskólann á Akureyri, að örplast í drykkjarvatni Akureyringa sé ekki áhyggjuefni en mikilvægt sé að fylgjast með þróuninni þar sem örplast eykst sífellt í náttúrunni.

Nánar má lesa um málið á vef RÚV.

UMMÆLI

Sambíó