Orri Sigurjónsson og Aron Birkir verðlaunaðir á lokahófi Þórs

Orri Sigurjónsson ásamt Óðni Svan. Mynd: thorsport.is/Palli Jó.

Lokahóf knattspyrnudeildar Þórs fór fram í gærkvöldi. Þórsarar luku leik í Inkasso deildinni í gær með 3-0 sigri á Leikni F. Liðið endaði í 6. sæti deildarinnar með 34 stig.

Orri Sigurjónsson leikmaður Þórs var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófinu. Þá var hann einnig valinn leikmaður leikmannanna. Orri spilaði 19 leiki fyrir Þór í sumar og skoraði í þeim 1 mark. Aron Birkir Stefánsson markmaður liðsins var valinn efnilegasti leikmaður liðsins.

Einnig voru veitt verðlaun hjá 2.flokk Þór en þar var Alexander Ívan Bjarnason valinn besti leikmaðurinn og Hermann Helgi Rúnarsson sá efnilegasti. Þá var Páll Veigar Ingvason kjörinn leikmaður leikmannanna.

UMMÆLI