NTC netdagar

Öruggur sigur SA

SA Víkingar tóku á móti Birninum í Hertz deild karla á Akureyri í gærkvöldi. SA gengu frá leiknum í fyrstu tveimur leikhlutunum og áður en þriðji og síðast leikhlutinn hófst var staðan 5-0 þeim í vil. Bjarnarmenn reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn í lokaleikhlutanum en SA Víkingar bættu við einu marki. Lokatölur 6-0 fyrir SA Víkinga.

Jussi Sippon­en, Bart Moran, Ingvar Jónsson, Jordan Stegeer, Andri Már Mikaelson, Sigurður Sveinn Sigurðsson og Orri Blöndal gerðu mörk SA Víkinga í leiknum.

SA Víkingar eru nú með 4 stigum meira en Esjan á toppi deildarinnar, með 27 stig. Björninn er með 16 stig í þriðja sæti.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó