Öruggur sigur Þór gegn Hamri

Hrefna Ottósdóttir var með 10 stig

Þór og Hamar mættur í 7. umferð 1.deildar kvenna í í körfubolta í gær. Þórsstúlkur unnu öruggan sigur eftir slæma byrjun. Hamar leiddi eftir fyrsta leikhluta en Þór komu sterkar inn í annan leikhluta og náðu öruggu forskoti fyrir hálfleik 35-23.

Þórsarar juku forskotið í þriðja leikhluta og þegar fjórði leikhluti hófst var staðan 48-34 þeim í vil. Sigurinn var aldrei í hættu eftir það og fengu ungar og efnilegar stelpur að spreyta sig á lokakafla leiksins. Þór vann að lokum öruggan 68-54 sigur.

Í liði Þórs var Heiða Hlín stigahæst með 20 stig og 11 fráköst, Helga Rut var með 15 stig og 18 fráköst, Unnur Lára 14 stig og 5 fráköst, Hrefna 10 stig, Árdís Eva 7 og Særós 2. Eftir sigurinn er Þór í fjórða sæti deildarinnar nú með 8 stig. Liðin mætast aftur í Síðuskóla í dag klukkan 13:00.

Sambíó

UMMÆLI