Óska eftir tilboðum í uppsetningu nýs aðstöðuhúss fyrir siglingaklúbbinn Nökkva

Óska eftir tilboðum í uppsetningu nýs aðstöðuhúss fyrir siglingaklúbbinn Nökkva

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskaði í dag eftir tilboðum í uppsetningu nýs aðstöðuhúss fyrir siglingaklúbbinn Nökkva.

Á vef bæjarins segir að húsið verði staðsett á fyllingu við núverandi svæði Nökkva við Drottningarbraut. Um er að ræða tæplega 403 m² CLT einingarhús.

Kynningarfundur og vettvangsskoðun verður kl. 13.00 þann 26. júní 2020 og er skráning á tölvupóstfangið umsarekstur@akureyri.is 

Framkvæmdir hefjast við undirritun samnings og eru verklok áætluð 1. júní 2021.

Útboðsgögn verða aðgengileg í gegnum tölvupóstfangið umsarekstur@akureyri.is frá 19. júní 2020.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 11:00 þann 10. ágúst 2020 á skrifstofu Umhverfis- og mannvirkjasviðs á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


UMMÆLI

Sambíó