Prenthaus

Óskað eftir tilboðum í byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA

Óskað eftir tilboðum í byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA. Verktíminn er í það heila allt að fjögur ár.

Jarðvegsskiptum á framkvæmdasvæðinu er lokið og reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist nú í vor. Um er að ræða annars vegar félagsaðstöðu á tveimur hæðum sem reist verði úr forsteyptum einingum og hins vegar hefðbundna staðsteypta stúkubyggingu á þremur hæðum með stálgrindar þaki.

Birt flatarmál mannvirkjanna er 2.722 m2

Verkið er jafnframt boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 21. febrúar 2024.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil.

Hægt er að nálgast útboðsgögnin með því að smella HÉR!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó