Óskað er eftir bakvörðum í velferðarþjónustu á Akureyri

Óskað er eftir bakvörðum í velferðarþjónustu á Akureyri

Akureyrarbær hefur auglýst eftir einstaklingum til að sinna störfum í velferðarþjónustu og vera hluti af bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar.

Í auglýsingunni á vef bæjarins segir: „Nú þegar heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir getur komið upp sú staða að starfsemi viðkvæmra eininga á vinnustöðum Akureyrarbæjar raskist með mögulegu þjónusturofi. 

Óskað er eftir einstaklingum sem eru reiðubúnir að koma til starfa með skömmum fyrirvara í velferðarþjónustu, s.s. í þjónustu við aldraða, fatlað fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir og börn í vistunarúrræðum sem þurfa sértækan stuðning. Þetta getur bæði verið tiltekið starfshlutfall eða tímavinna. 

Íbúar á Akureyri sem hafa tök á eru eindregið hvattir til að skrá sig. Það er mikilvægt að eiga sterkt lið bakvarða á tímum sem þessum. 

Athugið að nokkur tími getur liðið frá skráningu þar til samband verður haft um næstu skref, allt eftir álagi á hverjum tíma.“

Hér á umsóknarvefnum er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sækja um.

UMMÆLI

Sambíó