NTC

Óþekkt efni lak niður á gólf í Endurvinnslunni

Óþekkt efni lak niður á gólf í Endurvinnslunni

Óþekkt efni lak niður á gólf í End­ur­vinnsl­unni á Ak­ur­eyri sem tek­ur á móti flösk­um og dós­um. Þetta er haft eftir varðstjóra slökkviliðsins á Ak­ur­eyri á vef mbl.is.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í dag þar sem greint var frá efnaleka á Furu­vell­um á Ak­ur­eyri. Óskað var eftir því að að íbú­ar á Eyr­inni, sunn­an við Furu­velli, myndu halda sig inn­an­dyra og hafa glugga lokaða. 

Sjá einnig: Íbúar á Eyrinni, sunnan við Furuvelli, haldi sig innandyra

„Það var óþekkt efni í litl­um mæli sem helt­ist niður á gólfið og breidd­ist út fyr­ir húsið og urðu starfs­menn fyr­ir óþæg­ind­um. Það er búið að loka svæði sunn­an við End­ur­vinnsl­una,“ seg­ir varðstjóri slökkviliðsins í sam­tali við mbl.is en slökkvilið og lög­regla eru við störf á vett­vangi. End­ur­vinnsl­an er til húsa við Furu­velli 11.

Ekki er vitað á þess­ari stundu hvaða efni er um að ræða en eng­in slys urðu á fólki og sagðist varðstjór­inn ekki vita til þess að neinn hafi verið flutt­ur á sjúkra­hús.

Á vef RÚV segir að börnum í Oddeyrarskóla hafi verið haldið inni vegna lekans og barst foreldrum skilaboð um að vera stutt úti þegar þau sækja börn að loknum skóladegi.

Sambíó

UMMÆLI