Ótrúleg endurkoma KA í níu marka leik

Eyjamenn réðu ekkert við Hallgrím í dag

KA-menn unnu ótrúlegan þriggja marka sigur í dag þegar ÍBV kom í heimsókn á Akureyrarvöll í 11.umferð Pepsi deildar karla í fótbolta.

KA hefur verið í vandræðum undanfarnar vikur og byrjuðu skelfilega í dag því Eyjamenn voru komnir í 0-2 eftir fimmtán mínútna leik. Þá tóku KA-menn heldur betur við sér og tókst að breyta stöðunni í 3-2 fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik var svo aðeins eitt lið á vellinum þar sem KA-menn léku sér að gestunum og unnu að lokum 6-3 sigur.

Hreint mögnuð endurkoma hjá KA sem sitja nú í 4.sæti deildarinnar, um stundarsakir hið minnsta en það gæti breyst ef önnur úrslit verða á þann veg.

KA 6 – 3 ÍBV

0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (’13 )
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (’14 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’18 )
2-2 Davíð Rúnar Bjarnason (’39 )
3-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’45 , víti)
4-2 Almarr Ormarsson (’52 )
5-2 Emil Sigvardsen Lyng (’71 )
6-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’79 )
6-3 Arnór Gauti Ragnarsson (’91 )

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó