KIA

Ótrúlega einföld og holl pizza

Ótrúlega einföld og holl pizza

Hveitikím er frábær grunnur í pizzabotn en það er meinhollt. Hveitikímið er stútfullt af næringarefnum en vegna þess hve mikið er af flóknum kolvetnum, prótíni, vítamínum og fitusýrum í hveitikími er það einstaklega gott fyrir þá sem vilja huga vel að heilsunni. Hægt er að gera hveitikímbotn á tvenna vegu. Annars vegar með hveitikími og eggi eins og verður lýst hér en einnig er hægt að skipta egginu út fyrir vatn. Með egginu verður botninn matarmeiri.

Uppskriftin er að einni lítilli pizzu fyrir einn:
2 matskeiðar hveitikím
1 egg 
salt, pipar og hvítlaukskrydd eftir smekk

Öllu hrært saman, sett á bökunarpappír og inn í ofn á 200 gráður í 10 mínútur.

Þegar botninn hefur bakast er hann tekinn út og áleggið sem fer inn í ofn raðað á, í þessu tilfelli:
Pizzasósa
Rifinn ostur
Fetaostur
Silkiskorin skinka
Rauðlaukur

Pizzan er þá aftur sett inn í ofn í ca 5-10 mín í viðbót á sama hita þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit og svo tekið út og bætt við klettasalati og fetaosti. Einnig er hægt að nota til dæmis avocado, spínat og/eða tómata sem ferskt álegg.

UMMÆLI