Ótrúlegir yfirburðir SA – Ásynjur skoruðu 50 mörk um helgina

Mynd: sasport.is

Það er óhætt að segja að öll íshokkílið Skautafélags Akureyrar hafi farið á kostum í leikjum helgarinnar en öll lið félagsins unnu leiki sína með yfirburðum.

Helgin hófst hjá körlunum þar sem SA vann lífsnauðsynlegan sigur á Birninum í Skautahöll Akureyrar í gær þar sem lokatölur urðu 5-0. Liðin eru í harðri baráttu um að komast í úrslitaeinvígið gegn deildarmeisturum Esju.

Bæði kvennalið félagsins voru einnig í eldlínunni en yngra lið SA, Ynjur, átti ekki í neinum vandræðum með Bjarnarkonur í Skautahöll Akureyrar í gær og fór að lokum svo að Ynjur unnu stórsigur, 16-3.

Eldra lið SA, Ásynjur, hélt suður yfir heiðar og lék tvo leiki gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Yfirburðir Ásynja voru gígantískir en leikur liðanna í gær endaði með 1-25 sigri Ásynja. Þær bættu svo um betur í morgun og unnu 0-25. Aldeilis mögnuð frammistaða að skora 50 mörk í tveim leikjum.

Úrslit helgarinnar og markaskorarar

SA 5-0 Björninn  (karlar)

Markaskorarar SA: Jussi Sipponen 3, Ingvar Þór Jónsson 2.

Ynjur 16-3 Björninn

 Markaskorarar Ynja:   Silvía Björgvinsdóttir 5, Sunna Björgvinsdóttir 5, Berglind Leifsdóttir 3, Kolbrún Garðarsdóttir 2, Teresa Snorradóttir 1.

Markaskorarar Bjarnarins: Vigdís Hrannardóttir 1, Karen Þórisdóttir 1, Sigrún Árnadóttir 1.

SR 1-25 Ásynjur

Markaskorari SR: Alexandra Hafsteinsdóttir 1.

Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 9, Arndís Sigurðardóttir 4, Jónína Guðbjartsdóttir 3, Guðrún Viðarsdóttir 2, Guðrún Blöndal 2, Eva Karvelsdóttir 2, Hulda Sigurðardóttir 1, Alda Arnarsdóttir 1, Anna Ágústsdóttir 1.

SR 0-25 Ásynjur

Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 7, Alda Arnarsdóttir 5, Jónína Guðbjartsdóttir 4, Arndís Sigurðardóttir 3, Guðrún Viðarsdóttir 3, Eva Karelsdóttir 2, Guðrún Blöndal 1.

Birna Bald skoraði sextán um helgina. Mynd: VMA

UMMÆLI

Sambíó