Ótrúlegt atvik í leik KA og Grindavíkur: Mark dæmt af KA af engri ástæðu?

Ka vann frábæran sigur á Grindavík í síðustu viku. 2-1 urðu lokatölur leiksins en Ýmir Már Geirsson tryggði KA mönnum sigurinn á lokamínútum leiksins.

Sjá einnig: Frábær sigur KA í Grindavík

Sigurinn hefði getað verið stærri en KA menn skoruðu mark í upphafi síðari hálfleiks og fögnuðu vel. Af einhverjum ástæðum fann dómari leiksins sig knúinn til þess að dæma markið af en erfitt er að átta sig á því hvers vegna.

„Hvað er í gangi hérna Pétur? Þið horfið of mikið á HM,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, við Pétur Guðmundsson fjórða dómara þegar markið var dæmt af.

Smelltu hér til þess að sjá myndband af atvikinu á heimasíðu Vísis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó