Óvænt tap Arnórs og félaga

Arnór Atlason

Arnór Atlason skoraði eitt mark þegar lið hans, Álaborg, tapaði illa fyrir GOG í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær.

Álaborg leiddi leikinn með einu marki í leikhléi en í síðari hálfleik fór allt í baklás og GOG vann að lokum átta marka sigur, 26-34.

Í úrslitakeppninni í Danmörku er keppt í tveimur fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. Álaborg deilir toppsæti riðilsins með GOG en þau hafa bæði fjögur stig. Skjern kemur næst með þrjú stig en Kolding er stigalaust. Arnór og félagar mæta Skjern í næstu umferð á fimmtudag.

 

UMMÆLI

Sambíó