Origo Akureyri

Öxnadalsheiði opin á nýLjósmynd úr vegamyndavél Vegagerðarinnar

Öxnadalsheiði opin á ný

Vegurinn um Öxnadalsheiði opnaði loks aftur í morgun en líkt og þekkt er var vegurinn lokaður tvo daga í röð vegna veðurs. Vegurinn var þó opinn í innan við klukkustund áður en honum var lokað aftur vegna áreksturs. Skömmu fyrir hádegi opnaði vegurinn aftur en Vegagerðin varar við blindu og skafrenning á leiðinni.

Lokunin undanfarna daga kom á versta tíma fyrir marga, en líkt og venjulega voru ófáir landsmenn staddir á Akureyri yfir páskahelgina. Þeir sem lögðu það á sig að keyra suður í gær þurftu því að keyra í kring um Tröllaskaga og var þungi umferðar svo mikill að lögregla þurfti að stjórna umferð í Múlagöngum í gær. Þó voru án efa margir enn fastir á Akureyri í dag og er því mikil umferð um heiðina eins og er. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 711 bílar keyrt yfir heiðina frá miðnætti.

UMMÆLI