Öxnadalsheiði opnar ekki í dagLjósmynd: Vegamyndavél Vegagerðarinnar

Öxnadalsheiði opnar ekki í dag

Öxnadalsheiðin verður áfram lokuð það sem eftir er dags. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vegagerðin gaf frá sér á þriðja tímanum í dag. Þar segir að heiðin verði ekki opnuð í dag en staðan verði tekin í fyrramálið.

Þegar þessi frétt er skrifuð eru fleiri vegir lokaðir á borð við Víkurskarð og Kísilveg, en sumir þeirra vega sem hafa lokað síðustu tvo sólarhringa, líkt og Mývatnsöræfi og Ólafsfjarðarmúli, eru opnir á ný.

Talsverð umferð er um þá vegi sem haldist hafa opnir og hefur til að mynda verið gripið til umferðastjórnunar í Múlagöngum sökum umferðarþunga.

Lesendum er bent á að ferðast ekki um norðanvert landið í dag nema brýna nauðsyn beri til og fylgjast vel með færð og stöðu vega.

UMMÆLI