beint flug til Færeyja

Parkour lið frá Akureyri keppti á heimsmeistaramóti í Svíþjóð

14962700_1133387330049338_7525439172435476942_nUm helgina fór fram Air Wipp heimsmeistaramótið í parkour í Helsingborg í Svíþjóð. Þeir Bjarki Freyr Brynjólfsson, Elvar Örn Axelsson, James Earl og Stefán Þór Friðriksson sem mynda parkour liðið Team Uruz skelltu sér til Svíþjóðar um helgina til að taka þátt.

Þeir tóku þátt í undankeppni á föstudag fyrir úrslitakvöldið sem fór fram í gær en komust ekki áfram. Bjarki Freyr segir þetta hafa verið einn heljarinnar rússíbana og algjört ævintýri í samtali við Kaffið í dag. „Það er búið að vera geggjað að vera innan um öll helstu legendin í parkour bransanum. Það veitir manni svaka innblástur. Við komum heim reynslunni ríkari og það má með sanni segja að íslenska innrásin i parkourgeirann sé rétt að byrja.“

Hægt er að fylgjast með Team Uruz á Facebook síðu þeirra. Þar birta þeir regulega ótrúleg myndbönd þar sem þeir sýna parkour hæfileika sína. Einnig er hægt að fylgjast með þeim á Instagram undir Team Uruz eða á Snapchat á notendanafninu team_uruz.

 

 

Sambíó

UMMÆLI