Passíusálmarnir í Hlöðunni á föstudaginn langa

Hlaðan

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í heild sinni á föstudaginn langa, þann 14. apríl, í Hlöðunni í Litla Garði, Akureyri.

Lesturinn hefst kl 13:00 og eru flytjendur sálmanna úr ýmsum áttum. Áætlað er að lestri ljúki um kl 18:00.

Tónlistaratriði brjóta upp lesturinn yfir daginn og verða í höndum Þórhildar Örvarsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Sigrúnar Arngrímsdóttur.

Hægt er að líta við í stutta stund hvenær sem er í dagskránni eða sitja lengur og hlusta.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

UMMÆLI

Sambíó