Færeyjar 2024

Perry og Jón Stefán ráðnir þjálfarar Þórs/KAPerry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson. Mynd: Thorsport.is

Perry og Jón Stefán ráðnir þjálfarar Þórs/KA

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára. Þeir munu starfa saman sem aðalþjálfarar liðsins, auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun og vera í nánu samstarfi við þau sem ráðin verða í störf þjálfara annarra liða sem leika munu undir merkjum Þórs/KA. 
Þetta kemur fram í tilkynningu vef Þórs í gær.

Unnið er að ráðningu þjálfara annarra liða sem leika undir merkjum Þórs/KA og má vænta frétta af þeim málum á allra næstu dögum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó