Pétur og Kristján skrifa undir hjá Magna

Þeir Pétur Heiðar Kristjánsson og Kristján Atli Marteinsson hafa skrifað undir hjá Magna á Grenivík. Magni tekur þátt í Inkasso deildinni í knattspyrnu næsta sumar og hafa verið duglegir að styrkja sig fyrir komandi átök.

Pétur kemur frá KA á Akureyri en Kristján frá Fram í Reykjavík. Báðir leikmenn spiluðu með liðinu í 2. deild á síðasta tímabili á láni.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó