Píratar kynna kosningastefnu sína: „Lýðræði – ekkert kjaftæði“

Píratar kynna kosningastefnu sína: „Lýðræði – ekkert kjaftæði“

Oddvitar Pírata kynntu kosningastefnu flokksins fyrir alþingiskosningarnar í dag undir yfirskriftinni „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, sagði í kynningu á fundinum að „Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili“.

Í sumar samþykktu Píratar kosningastefnu í 24 köflum í sumar. Samkvæmt tilkynningu flokksins miðar stefnan að því að skapa sjálfbært velsældarsamfélag þar sem grunnþörfum allra er mætt. Samfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli.

„Til að ná því markmiði um betra samfélag verðum við að starfa með vellíðan, jafnvægi og hagsæld frekar en hagvöxt að leiðarljósi. Loftslagskrísan og vaxandi ójöfnuður kalla á róttækar samfélagsbreytingar. Framtíðin getur ekki snúist um auðsöfnun og síaukna neyslu. Hún þarf að snúast um tilgang og réttláta og sjálfbæra velmegun,“ segir á heimasíðu flokksins.

Allir oddvitar Pírata fluttu stutta kynningu á fundinum. Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi sagði í stuttri kynningu á fundinum meðal annars að Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili.

Píratar kynntu í dag þær fimm stoðir sem sjálfbæra velsældarsamfélagið hvílir á:

Efnahagskerfi 21. aldarinnar

Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt
Mengandi og auðugir bera byrðarnar
Öll opinber útgjöld endurskoðuð
Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum

Umhverfis- og loftslagshugsun

Kolefnishlutleysi árið 2035
Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki
Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni
Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda

Nýja stjórnarskráin, auðvitað

Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs
Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum
Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi

Virkar varnir gegn spillingu

Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis
Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla
Aukin vernd fyrir uppljóstrara
Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi

Róttækar breytingar í sjávarútvegi

Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá
Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar
Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður
Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata:

  • Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum.
  • Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda
  • Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður
  • Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega
  • Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu.
  • Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu.
  • Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.

Lesa má kosningastefnu Pírata í heild sinni með því að smella hér.

Sjá einnig:

Kosningastefna Sjálfstæðisflokksins

Kosningastefna Samfylkingarinnar


Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Hér má finna fleira greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó