Play í aðflugsæfingum á Akureyri

Play í aðflugsæfingum á Akureyri

Þota flugfélagsins Play hefur flogið yfir Akureyri í dag. Ástæðan er sú að þotan hefur verið við aðflugsæfingar á Akureyrarflugvelli.

Fyrsta þota Play kom til landsins fyrr í mánuðinum og fyrsta ferð flugfélagsins verður næsta fimmtudag þegar flogið verður frá Keflavík til London.

Ekki stendur til að Play verði í áætlunarflugi til Akureyrar enn sem komið er en þó þarf að æfa aðflug þar sem Akureyrarflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Myndband af flugvél Play taka á loft á Akureyrarflugvelli má nálgast hér.

Sambíó

UMMÆLI