Plokkganga L-listans

Nú styttist í bæjarstjórnarkosningar og kosningabaráttan á Akureyri að komast á fullt skrið. L-listinn ætlar að bjóða bæjarbúum að koma með sér að plokka rusl til þess að gera bæinn snyrtilegri í fyrramálið klukkan 10:00.

Þetta er góð leið til þess að gera bæinn okkar snyrtilegri og sameina það við gæðastundir með vinum og fjölskyldu. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Við hvetjum bæjarbúa til að láta til sín taka og gera bæinn okkar snyrtilegri,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Hist verður fyrir framan kosningaskrifstofu flokksins þar sem verður byrjað á spjalli og léttri upphitun áður en gengið verður að Gleránni. Pokar verða á svæðinu fyrir þá sem vilja og mælst er til að allir noti hanska og klæði sig eftir veðri.

UMMÆLI