fbpx

Pólsk matvöruverslun opnar í Sunnuhlíð

Pólsk matvöruverslun opnar í Sunnuhlíð

Matvöruverslunin Market – Polski Sklep hefur opnað í Sunnuhlíð á Akureyri. Verslunin er staðsett á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar í suðurenda, á móti bókhaldsskrifsstofunni Díl. Þetta kemur fram á vefnum Vangaveltur.is.

Þar segir að fjölbreytt úrval af Pólskum vörum sé í boði í versluninni. Opnunartímar í búðinni eru frá klukkan 11:00 til 19:00 alla virka daga sem og á laugardögum en lokað er á sunnudögum.

UMMÆLI